miðvikudagur, 16. apríl 2008

The Terrible Three's?

Sonur minn hefur aftur breyst í skrímsli eftir dágott hlé og ég spyr mig daglega:,,hvað er ég að gera rangt eða ekki að gera rétt?" The terrible two's voru svo miklu fleiri mánuðir en orðfærið gefur til kynna og eftir örstutt hlé byrjar bara annað eins, það er nú reyndar meðfærilegra að tala við einstakling sem kann að tala líka en það er ekki eðlilegt hvað ég hef grætt barnið oft síðustu daga, hann fór í fýlu í gær af því ég kom ekki að sækja hann í leikskólann á hjólinu... og það þýddi að minn maður var öfugsnúin fram eftir kvöldi og vildi ekki taka þátt í neinu sem þótti orðið alveg sjálfsagt í lífi okkar fyrir nokkrum vikum. Hann vildi ekki leika, ekki borða, ekki fara í bað og ekki pissa og ekki fara að sofa. Hver einasta fyrirspurn fær svarið nei og svo enda samningaviðræðurnar með gráti og reiðiköstum og myndskreytingum á veggi. Hvar endar þetta? Spurning um að fara að draga fram einhverjar uppeldisbækur sem amma mín heitin hló mikið að eftir að hafa alið sjö börn.

Húsráð: Hvíti Kraftsvampurinn góði frá Blindravinnustofunni nær trélitum og vaxlitum af veggjum, eldhúsinnréttingum og gólfefnum.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já þetta lagast aldrei... minn er að verða fimm ára og á þetta allt saman enn þá til. Gangi þér vel
kv. Erna