mánudagur, 6. ágúst 2007

Frilokakæti

Eftir fimm vikna sumarfrí, sem ég skil núna af hverju var fundið upp, er ég þreytt, þunn og ætti að vera löngu farin að sofa, var útkvíld í gær en eftir mjög gott partý í gærkvöld eru batteríin aftur tóm. Ég hlakka til að fara aftur að vinna á þriðjudaginn, ég veit að þar býður mín haust dagskrá til að kynna og þá er gaman. Sjónvarpsdagskráin verður aftur þéttskipuð snilld og ég get hætt að sauma og taka til í skápunum á síðkvöldum mmmm. Svo er farið að dimma aftur og þá fer steingeitinni að líða betur. Styttist í slyddu og myrka hrollkalda morgna. Ok, það er kannski full snemmt að kveðja sumarið en eftir áratuga þjálfun í slæmum sumrum er þetta sumar búið að sanna sig nú þegar. En nú kallar rúmið, góða nótt.

Engin ummæli: