þriðjudagur, 28. ágúst 2007

Brunavarnir

Í ljósi þess að það kviknaði næstum því í lifrapylsukeppnum, og svo aftur næstum því út frá gammalli straupressu sem er í þurrkherberginu í kjallaranum, fór ég í brunavarna leiðangur í dag. Fékk mér slökkvitæki, eldvarnarteppi og nýja reykskynjara. Og þvílík snilld, það er hægt að fá reykskynjara með sendum, þannig að ef það kviknar í í kjallaranum þá pípir reykskynjarinn þar og líka reykskynjarinn uppi hjá mér. Og svo öfugt, ég elska svona uppfinningar.

Engin ummæli: