miðvikudagur, 12. september 2007

Sigruðardóttir

Ég var að taka eftir því núna að ég er Sigruðardóttir á þessu bloggi. Mér sýnist ég þurfa að lifa með því frekar en að búa til nýja síðu því ég get ekki séð neina leið til að breyta þessu. Og bíp forði mér frá því að þurfa að hugsa upp fleiri ný lykilorð að lífi mínu.

Ég hélt að bankinn myndi hætta að rukka mig um að skipta um lykilorð á þriggja mánaða fresti þegar ég fékk aðgangslykilinn.

Ég hélt ekki að starf mitt væri svo merkilegt að ég þyrfti að skipta um lykilorð á vinnutölvunni á þriggja mánaða fresti.

Ég er auðheyrilega lens í lykilorðum, ég er hætt að muna þau. Og þarf þá að fara að skrifa þau niður og þá er tilgangurinn með þeim orðin að engu.

Spurning um að viða að sér latneskum heitum á plöntum eða skordýrum til að gera næstu lykilorðahrinu lærdómsríkari. Gæti notað einhverja skemmtilega plöntuorðabók til hliðsjónar.

Blogg er kannski ekki besti staðurinn fyrir svona vangaveltur. Núna get ég ekki notað þessa lausn.

Engin ummæli: