
Ætli það verði einhvern tíma cool að hengja bíóplakatið fyrir Pretty Woman upp á vegg í stofunni eins og plakatið fyrir Casablanca? Mig langar í flott plakat og það eina sem kemur upp í hugann er Pretty Woman. Frekar slæmt. Myndin hefur líklega verið í sýningu þegar ég var fjórtán, og ég hef líklega séð hana oftar en allar aðrar myndir af því þá fannst mér hún æði. En ég bara sé þetta ekki fyrir mér. Mér hlýtur að detta eitthvað annað í hug, Pretty Woman plakatið er ekki einu sinni flott. Ég tengi bara ekkert við Casablanca.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli