Ég er sennilega bara svona feimin eða spéhrædd, en ég fann mig ekki á Moggablogginu, þó svo að ég hafi fengið keppnis fiðring þegar teljarinn rauk upp úr öllu valdi og fylltist stundum spenningi þegar einhver kommentaði, þá einhvern vegin finnst mér betra að skrifa án þess að finna fyrir umræðu blogg æðinu, það er engu líkara en að þjóðin hafi legið afskipt í myrkvuðu raddleysi hingað til því áhuginn er svo gífurlegur á að láta í ljós skoðun sína á öllu og engu. Þetta er ekki neikvæð gagnrýni því ég er ein af þeim sem greip tækifærið, þó ég hafi ekki fundið minn takt á þeim vettvangi. Ég held að mér eigi eftir að líða betur í þessu umhverfi því mér sýnist fólk leyfa sér að blogga persónulegar hér en á „opinberum” fjölmiðlabloggum. Og það finnst mér skemmtilegra.
Ég lít á þetta hrafl sem skriftar- og stíl æfingar og góðan vettvang til að pæla í hlutum sem maður á kannski auðveldara með að koma frá sér á tölvutæku en munnlegu. Og nú er ég búin að yfirlýsa að hér verði ég áfram þrátt fyrir yfirlýsingar um annað í gær. Það er mér léttir að geta skipt reglulega um skoðanir, því annars ætti ég erfitt með að vera yfirlýsingaglöð.
fimmtudagur, 21. júní 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Ég lét vaða á eitt comment eða svo, & eiga þau örugglega eftir að vera fleiri....En já maður tekur eftir því þegar þú segir það að moggabloggið er soldið allt svona eins&litlir pistlar, ekki mikið persónulegt...En mér finnst þetta mjög jákvæð breyting, að þú hafir fært þig úr spotlætinu, því þú ert mjög skemmtilegur penni &mikið betra að geta bara gasprað um allt innan persónulegri hóps ;)
vildi nú bara kvitta fyrir mig, datt inn á þessa síðu og hér með kasta ég kveðju til þín mín kæra.
allý
Skil þig, fullkomlega. Vitleysan í manni á oftast ekkert erindi á forsíðu Moggablogga heimsins.
Hér er þetta meira svona komi þeir sem koma vilja...
Skrifa ummæli