mánudagur, 3. mars 2008

Úff...

... ég held ég hafi ekki fengið svona pest síðan ég var krakki. Er búin að vera rúmföst síðan á laugardaginn og nú örlar á smá matarlyst en ég held að röddinn verði farin fyrir miðnætti. Kannski maður heimsæki heimilislækninn í fyrsta skipti án barnsins á morgun. Það tók nú engan smá tíma að fá heimilislækni á sínum tíma ;o)

Talandi um heilbrigðiskerfið þá fór ég í smávægilega aðgerð á einkaskurðstofu um daginn og það var bara gaman. Ég held ég hafi aldrei séð syngjandi glaðar hjúkkur fyrr. Það var tónlist í gangi, boðið uppá nýmalaðann espresso og brosandi starfsfólk. Vá hvað það væri gaman ef heilbrigðisstarfsfólk væri allt á mannsæmandi launum.

Engin ummæli: