þriðjudagur, 4. desember 2007

Björgum Britney

Nú detta mér allar dauðar lýs úr hári, Britney farin að stela jökkum í partýjum líka. Hvar endar þetta hjá greyið stúlkunni. Það er spurning hvort íslenska þjóðin ætti ekki að taka höndum saman og bjarga stúlkunni frá þessum hrægömmum í LA. Við höfum nú þegar bjargað nokkrum frá Bandaríkjunum, háhyrningi, skáknördi og nú síðast björguðum við ungum Íslendingi frá lögum hins alræmda Texasríkis. Við erum rómuð fyrir góðar áfengismeðferðir og ef fram fer sem horfir gætum við bjargað börnunum hennar Britney frá því að þurfa að alast upp fyrir framan myndavélarnar. Björgum Britney!

Engin ummæli: