föstudagur, 21. mars 2008

Samkomustaðir

Ég var að vafra á vef Ljósmyndasafns Reykjavíkur í dag og lenti í tímagati, gleymdi mér í að skoða gamlar myndir úr miðborginni aðallega í leit að ljósmyndum af gamla Hótel Íslandi sem langafi minn átti og svo götunni sem ég bý við. Ekki fann ég mynd af gömlu götumyndinni en nokkrar af Hótel Íslandi, aðallega þó brunarústamyndir og kom þá í ljós að það ætti að vera til flokkur á ljósmynasafninu sem héti ,,Brunar í borginni", sérstaklega vinsælt myndefni. Á þessu vafri rakst ég einnig á helmikið af myndum af samkomum borgarbúa t.d. Jónsmessa haldin hátíðleg á Árbæjarsafni þar sem var dansað fram að sólsetri, miklar samkomur á Austurvelli, fjölmennar baráttugöngur niður Laugaveg og svo fjölsóttar sýningar af ýmsu tagi. Það var því kaldhæðnislegt að keyra fram á fornbílasýningu á bensínstöð stuttu síðar. Eina leiðin til að fá lýðin til að koma á sýningar er sem sagt að vera á stað þar sem fólk kemur af öðrum ástæðum en að sjá sýningargripina heldur kíkir við af því það vanhagar um eitthvað á bensínstöðinni. So sad.

Engin ummæli: