...böggles en ekki bugles, pæoner en ekki pioneer (Gulli Helga gerir það líka í auglýsingunum frá Ormsson), seríós en ekki cheerios! Ég geri það af því ég er Íslendingur og hefi aldrei búið á erlendri grundu. Að því gefnu fyndist mér hræsni að þykjast búa yfir enskum hreim.
Þessi umræða kom upp í bílnum á leið í Bónus með manninum í dag, hann þreytist ekki á að leiðrétta mig þegar ég nota ensk orð. Held honum finnist það soldið sætt líka. Verst er að hann talar óaðfinnanlega dönsku og af þeim hæfileika öfunda ég hann. Mér finnst glatað að geta ekki borið Forbrydelsen rétt fram. En þökk sé Sjónvarpinu hef ég getað notað íslensku þýðinguna. Enn verra er að Glæpnum er lokið, sunnudagarnir eru hálf dauflegir eftir 18 vikna törn af prýðis sjónvarpsefni.
Það er sem sagt augljóst að ég snobba fyrir norðurlandamálunum og sé eftir að hafa ekki lagt mig meira fram um að læra dönskuna á sínum tíma. Er reyndar vel læs á dönsku en ég skil ekki orð í hlustun og á mjög erfitt með að detta ekki í þýskan hreim þegar geri heiðarlega tilraun til að tala hana. Það er fallegt að geta litið til baka og sjá að maður hefur breyst, já og svei mér þá ef maður hefur ekki þroskast líka síðan í Árbæjarskóla. Ég vona að Anna Kristjáns dönskukennari hafi fengið þakklátari nemendur en mig síðan námi mínu þar sleppti. Ég fæ hroll eftir allri mænunni þegar ég hugsa til þess hvað ég var leiðinlegur unglingur. Ohh, hvernig er hægt að vera svona þrjóskur og blindur á allt og alla í kringum sig. Ég vona að seinna breytingarskeiðið verði ekki svona galið. Ha hah ah, þá sjón vil ég sjá; konur á sextugsaldri með attitjúd dauðans út um allan bæ, gangandi um húfulausar og berleggjaðar í snjóbyl líkt og 40 árum fyrr. Og allar með þennan yndislega ungingsstúlknasvip sem er engin leið að líkja eftir, hálfopin munninn og augnaráð sem lýsir þvílíkri hneykslan að maður hrökklast frá flissandi.
miðvikudagur, 12. mars 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli