... orðið slappt ástandið á heimilinu þegar ég segi við manninn minn: ,,hva, kom konan ekkert í gær að þrífa?" hann svarar alltaf á sama veg; hvað hún sé löt og mæti illa. Þessi brandari er mjög viðeigandi í dag þegar runninn er upp fimmti dagur inflúensu hjá húshjálpinni, sem glöggir átta sig á að er ég, og sólin stirnir á ópússuðum speglum og gefur rykinu á gólfinu nýja vídd. En þar sem mér leiðist að þrífa eins og áður hefur komið fram þá reikna ég með að baka mikið í kvöld finnst það einhvern veginn sýna fram á að húshjálpin sé góð og vel meinandi þú hún mæti seint og illa í þrifin.
Fór til læknis í gær til að fá bót minna meina en fékk í staðin svona skemmtilegt móðursýkisásakandi komment frá lækninum að ég væri ekki með strepptokokka, ég minntist ekkert á neina strepptokokka og reiknaði ekkert með þeim. Furðulegur ávani hjá læknum að setja mann niður. Ég vildi bara að hann bjargaði lífi mínu... og inflúensa var það. Ég hef greinilega ekki fengið hana mjög lengi því ég hélt að þetta væri mitt síðasta. En þetta getur bara lagast héðan af.
miðvikudagur, 5. mars 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Vonandi fer þér nú að batna Sigrún mín :) Ég hef alveg sloppið við þessa flensu sem er búin að vera að ganga....allavega ennþá!!
Ragga
Hvernig er heilsan núna? Sit sjálf heyrnarlaus í vinnunni, með hor dauðans. Oj.
Þetta er að koma, er með fulla heyrn á öðru eyra og matarlystin mætt. En þessi ógeðslegi hósti ætlar aldrei að fara. Lán í óláni að ég er heima á starfslokasamningi og því engin þurft að sjá mig né heyra nema nánasta fjölskylda. Algjör vibbi að þurfa að vera svona í vinnunni, finn til með þér.
Skrifa ummæli