Það kviknaði næstum í heima hjá nágrönnunum fyrr í sumar þegar lifrapylsukeppur í plastumbúðum bráðnaði í suðupotti þegar vatnið kláraðist. Ég fann einhverja skrítna lykt þegar ég kom inn í húsið en lyktin var alveg eins og þegar verið er að hita upp óhreint grill og þar sem þetta var í hitabylgjunni góðu í júní þá kippti maður sér svo sem ekkert upp við það. En reykskynjarinn í íbúðinni þeirra bjargaði þessu öllu fyrir horn og engar skemmdir á neinu nema lifrapylsukeppnum sem ku þó hafa bragðast mjög vel eftir meðferðina.
Verandi móðir og tiltölulega paranojuð þegar kemur að eldi og reykeitrun þá hringdi ég í slökkviliðið stuttu eftir lætin til að fá staðfestingu á því að það væri óhætt að vera innandyra í brælunni. Ég var sein til sannfæringar en eftir smá mæðu kenndi slökkviliðsmaðurinn mér húsráð, að niðurskorin laukur myndi drepa það litla sem eftir væri, lyktina. Ég þagna alltaf þegar ég heyri gott húsráð. Og það virkaði, lyktin hvarf á augabragði.
þriðjudagur, 28. ágúst 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli