Grátur í jarðarförum hefur alltaf verið vandræðamál fyrir mig. Lengi hef ég leitað orsaka þess og einnig reynt ýmsar aðferðir við að bæla grátinn.
Það er reyndar ekki aðeins í jarðarförum sem ég græt heldur eiga tárin til að renna við innilegustu og ótrúlegustu upplifanir. Það er ágætis mælikvarði á það hvað snertir mínar dýpstu taugar hvenær ég græt. Ég græt alltaf þegar einhverjir hafa tekið sig til og staðið saman að því að gera eitthvað fallegt eða skemmtilegt fyrir aðra. Það má nefna hinar ýmsu samstöðu skrúðgöngur, t.d. Gay Pride og fjölmenningargönguna. Við þessar aðstæður tók ég nýlega uppá því að hugsa fráhrindandi orð. Orðin sem komu fyrst uppí hugann og urðu fyri rvalinu voru: ,,drulla, skítur”. Ekki falleg orð, en gera sitt gagn þegar maður er orðin ansi þreyttur á því að þykjast vera síhnerrandi í hvert skipti sem gefandi augnablik eiga sér stað.
Mér er minnistætt að hafa hnerrað ótt og títt á frábærum útgáfutónleikum Páls Óskars fyrir ári síðan. Hann hélt sér tónleika að degi til á Nasa fyrir krakka. Aðgangur var frír og ímynda ég mér að það hafi snert mig svona óskaplega að hann skyldi leggja það á sig að gefa krökkunum þessa gjöf. Gleðin skein af öllum andlitum sem fengu að sjá átrúnaðargoðið í öllu sínu veldi og voru foreldrarnir djúpt snortnir en kannski ekki allir að hemja ekkasogin yfir fegurðinni eins og sumir.
Við þessi tækifæri er kannski allt í lagi að hugsa ljótu orðin til að sonur minn, sem vex hratt úr grasi, taki ekki upp á því að neita að fara með mér á mannamót. En í jarðarförum er mér ómögulegt að hugsa ljót orð til að bægja tárunum frá. Það þyrmir yfir mig samkenndin á þeim stundum og ég er byrjuð að hágráta og snýta mér í forspilinu. Ég missti náinn fjölskyldumeðlim ung og hef ég því leitt að því líkum að ef fyrsta jarðaförin er erfið þá verði þær allar erfið minning um hana um ókomna tíð. Góð kona sem ég þekki fer mikið í jarðarfarir sagði mér að öllum liði svona og maður þyrfti að einbeita sér frá sorginni og finna sér hlut inní í kirkjunni til að horfa á þegar tárin bærðu á sér. Til dæmis skoða loftlistana í kirkjunni vel eða telja pípurnar í orgelinu. Önnur góð kona sem ég þekki minna sagði mér að ég væri greinilega sjúklega meðvirk og ætti að fara strax í þerapíu og vera lengi...
Ég hef reynt allar mögulegar aðferðir, nema þerapínua, en engin þeirra virkar fyrir mig því á endanum bresta alltaf kirtlarnir og upp er tekinn vasaklúturinn. Því skammast ég mín bara niður í tær og fæ vorkunnaraugu frá öllum nærstöddum sem mér er fyrirmunað að skilja hvernig geta verið svona kaldir að fella ekki eitt einasta tár yfir missi ættingja eða vinar. Á þessum stundum líður mér eins stelpukjána sem ,,kann” ekki að halda aftur af tilfinningum sínum því það hljóti að vera svo mikil dyggð.
Amma mín heitin, sem var yndisleg kona, fussaði yfir þessari óþarfa tilfinningasemi minni og gaf í skyn að ég væri að draga að mér athygli. En nei, mikið óska ég þess heitt að vera laus við tilfinningasemina og geta bara fallið inní hjörðina án þess að þurfa að skammast mín niður í tær á svona stundum. En svona verður þetta víst að vera nema ég flytji til Ítalíu eða annars káþólsks ríkis og finni mér grátkór sem ég gæti jafnvel öðlast virðingu í fyrir hæfni mína á þessu sviði.
miðvikudagur, 12. ágúst 2009
þriðjudagur, 22. apríl 2008
Þróun
Ég er búin að melta með mér lengi hvernig ég eigi að skrifa um stærsta áhugamál mitt, leikna íslenska sjónvarpsefnið sem hefur nú loksins litið dagsins ljós í þeim mæli að hægt sé að tala um það og ekki má gleyma að nú er komin samanburður. Næturvaktin, Pressa og Mannaveiðar eru afurðir vetrarins og svo má nefna Alla liti hafsins í samhenginu þó nokkur ár séu síðan sú þáttaröð var sýnd. Handrit Allra lita hafsins var frumsamið og bar þess merki að hafa fengið að malla á þróunarstiginu í nógu góðan tíma til að sagan var heilsteypt og virkaði í sjónvarpi og hefði þá mátt gefa sér að næsta leikna þáttaröð RÚV yrði jafngóð eða betri. En nei, handrit Mannaveiða var ekki fullunnið fyrir sjónvarpsþáttaröð. Þáttaröðin ber þess merki að engu var til sparað í tæknilegri útfærslu og það er gott að við erum ekki eftirbátar nágranna okkar á því sviði en mig grunar að samkeppnin við Stöð 2 hafi verið á kostnað handritsins.
Nú hefur Kvikmyndamiðstöð Ísland í samstarfi við sjónvarpstöðvarnar allar haldið námskeið og fyrirlestra síðustu ár, þar ber fyrstan að nefna fyrirlestur Sven Clausen framleiðanda frá DR. Hann útskýrði hvernig DR hafði gert risastóra og rándýra könnun á því í Danmörku hvað fólk vildi sjá í ríkissjónvarpinu sínu. Það kom í ljós að á vissum stöðum í landinu voru þjóðfélagshópar sem horfðu ekki á sjónvarp lengur, til að mynda ungt fólk sem fer mikið í bíó, þá bættu danir við þyrlum og smá Bond í spennuþættina sína og hópurinn festist við skjáinn. Viss hópur kvenna á Jótlandi vildi sjá annað en konur sem búa í miðborgum og þar fram eftir götunum. En allar þessar kannanir leiddu í ljós að það var þörf og markaður fyrir að eyða meiri fjármunum í framleiðslu á stórum þáttaröðum sem hafa nú sannað sig á heimsvísu. Sven Clausen fór svo í saumana á öllu ferlinu og hvað skiptir mestu máli í framleiðslunni?, jú þróunin á handritinu. Þeir fá einn aðalhöfund til að semja söguna frá upphafi til enda og svo eru fengnir höfundar til að krydda sögu hvers þáttar og bæta við hugmyndum til að fá fleiri sjónarhorn í söguna, tengja hana nær okkur sem horfum svo okkur sé ekki sama um afdrif söguhetjana. Við höfum límst við afraksturinn og ekki að ósekju danir gera framúrskarandi sjónvarpsefni.
Þeir sem eru svo heppnir að hafa séð Pressu geta séð að aðferðin að eyða tíma í þróunina ber árangur. Þar voru menn greinilega að stytta sér leið og nota hugmyndafræði sem er búin að sanna sig og við þurfum ekki að brenna okkur á. Pressa er mjög spennandi, í henni eru notuð öll tæki til að láta okkur þykja vænt um söguhetjurnar og bíða spennt eftir næsta þætti. DR hafði komist að því að lögguþættir þóttu ágætir en áhorfendur vildu fara heim með söguhetjunum, sjá hvernig þær búa og upplifa með þeim þeirra daglegu vandamál. Þetta gerðu Óskar Jónasson og Sigurjón Kjartansson af stakri snilld og fengu til liðs við sig spennusagnahöfunda til að bæta við þeirra sýn. Samstarfið gekk upp og tók tíma. Þeim var gefin tími til að vinna handritið til fullnustu áður en rokið var í tökur.
Hvað voru forsvarsmenn RÚV að gera þá? Að henda peningum í ófrágengið handrit. Mannaveiðar höfðu alla burði til að verða góð þáttaröð, góð saga og rjóminn af leikaraliðinu. En persónusköpunin var ekki tilbúin, sögunni var ekki skipt nógu vel uppí þætti, cliffhangerarnir voru engir og leikstjórnin afburða slök. Ég sat við skjáinn með gagnrýnu gleraugun. Og naut einskis.
Vonandi tekst RÚV betur til næst því peningarnir eru til og viskan er innflutt svo við þurfum ekki að brenna okkur oftar á byrjendamistökum.
Nú hefur Kvikmyndamiðstöð Ísland í samstarfi við sjónvarpstöðvarnar allar haldið námskeið og fyrirlestra síðustu ár, þar ber fyrstan að nefna fyrirlestur Sven Clausen framleiðanda frá DR. Hann útskýrði hvernig DR hafði gert risastóra og rándýra könnun á því í Danmörku hvað fólk vildi sjá í ríkissjónvarpinu sínu. Það kom í ljós að á vissum stöðum í landinu voru þjóðfélagshópar sem horfðu ekki á sjónvarp lengur, til að mynda ungt fólk sem fer mikið í bíó, þá bættu danir við þyrlum og smá Bond í spennuþættina sína og hópurinn festist við skjáinn. Viss hópur kvenna á Jótlandi vildi sjá annað en konur sem búa í miðborgum og þar fram eftir götunum. En allar þessar kannanir leiddu í ljós að það var þörf og markaður fyrir að eyða meiri fjármunum í framleiðslu á stórum þáttaröðum sem hafa nú sannað sig á heimsvísu. Sven Clausen fór svo í saumana á öllu ferlinu og hvað skiptir mestu máli í framleiðslunni?, jú þróunin á handritinu. Þeir fá einn aðalhöfund til að semja söguna frá upphafi til enda og svo eru fengnir höfundar til að krydda sögu hvers þáttar og bæta við hugmyndum til að fá fleiri sjónarhorn í söguna, tengja hana nær okkur sem horfum svo okkur sé ekki sama um afdrif söguhetjana. Við höfum límst við afraksturinn og ekki að ósekju danir gera framúrskarandi sjónvarpsefni.
Þeir sem eru svo heppnir að hafa séð Pressu geta séð að aðferðin að eyða tíma í þróunina ber árangur. Þar voru menn greinilega að stytta sér leið og nota hugmyndafræði sem er búin að sanna sig og við þurfum ekki að brenna okkur á. Pressa er mjög spennandi, í henni eru notuð öll tæki til að láta okkur þykja vænt um söguhetjurnar og bíða spennt eftir næsta þætti. DR hafði komist að því að lögguþættir þóttu ágætir en áhorfendur vildu fara heim með söguhetjunum, sjá hvernig þær búa og upplifa með þeim þeirra daglegu vandamál. Þetta gerðu Óskar Jónasson og Sigurjón Kjartansson af stakri snilld og fengu til liðs við sig spennusagnahöfunda til að bæta við þeirra sýn. Samstarfið gekk upp og tók tíma. Þeim var gefin tími til að vinna handritið til fullnustu áður en rokið var í tökur.
Hvað voru forsvarsmenn RÚV að gera þá? Að henda peningum í ófrágengið handrit. Mannaveiðar höfðu alla burði til að verða góð þáttaröð, góð saga og rjóminn af leikaraliðinu. En persónusköpunin var ekki tilbúin, sögunni var ekki skipt nógu vel uppí þætti, cliffhangerarnir voru engir og leikstjórnin afburða slök. Ég sat við skjáinn með gagnrýnu gleraugun. Og naut einskis.
Vonandi tekst RÚV betur til næst því peningarnir eru til og viskan er innflutt svo við þurfum ekki að brenna okkur oftar á byrjendamistökum.
miðvikudagur, 16. apríl 2008
The Terrible Three's?
Sonur minn hefur aftur breyst í skrímsli eftir dágott hlé og ég spyr mig daglega:,,hvað er ég að gera rangt eða ekki að gera rétt?" The terrible two's voru svo miklu fleiri mánuðir en orðfærið gefur til kynna og eftir örstutt hlé byrjar bara annað eins, það er nú reyndar meðfærilegra að tala við einstakling sem kann að tala líka en það er ekki eðlilegt hvað ég hef grætt barnið oft síðustu daga, hann fór í fýlu í gær af því ég kom ekki að sækja hann í leikskólann á hjólinu... og það þýddi að minn maður var öfugsnúin fram eftir kvöldi og vildi ekki taka þátt í neinu sem þótti orðið alveg sjálfsagt í lífi okkar fyrir nokkrum vikum. Hann vildi ekki leika, ekki borða, ekki fara í bað og ekki pissa og ekki fara að sofa. Hver einasta fyrirspurn fær svarið nei og svo enda samningaviðræðurnar með gráti og reiðiköstum og myndskreytingum á veggi. Hvar endar þetta? Spurning um að fara að draga fram einhverjar uppeldisbækur sem amma mín heitin hló mikið að eftir að hafa alið sjö börn.
Húsráð: Hvíti Kraftsvampurinn góði frá Blindravinnustofunni nær trélitum og vaxlitum af veggjum, eldhúsinnréttingum og gólfefnum.
Húsráð: Hvíti Kraftsvampurinn góði frá Blindravinnustofunni nær trélitum og vaxlitum af veggjum, eldhúsinnréttingum og gólfefnum.
mánudagur, 14. apríl 2008
Atvinnuleysið
Já, það er gaman í mínum bekk. Eftir að hafa sótt um einhver störf sem henta óháskólamenntuðum stúlkukindum tekur biðin við. Hugarkvalir um hvað ég geti nú eiginlega orðið þegar ég verð stór og allt þar fram eftir götunum. ,,Ekki hafa áhyggjur" segi ég keik við alla sem vilja ,, ég fæ vinnu". Og það er alveg rétt ég fæ vinnu en suma daga getur það verið niðurdrepandi að hafa lítið sem ekkert fyrir stafni. Og mikið væri gaman að fá einhverja krefjandi og spennandi vinnu.
Nákvæm naflaskoðun fylgir þessu, vangaveltur um af hverju maður kláraði ekki skólann á sínum tíma, af hverju maður var ekki búin að leggja í sjóð til að geta drifið sig í skóla og þar fram eftir götunum. Ég hef sem betur fer náð þeim tilfinningaþroska að vita svörin við þessum spurningum og veit að einhvern daginn, daginn sem ég verð einhverju nær um hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór, á ég eftir að skella mér í skóla, ég er bara svo fjölþreifin. Í gær þegar ég hlustaði á Þorvald Gylfason í Silfrinu langaði mig í hagfræði, núna þegar ég skrifa langar mig í íslensku og í dag þegar ég gerði við við föt og hadklæði sem höfðu rifnað af furðulegum ástæðum langaði mig í klæðskerann til að geta galdrað fram fullkomlega sniðinn og vandaðann fatnað á örskotsstundu. Skemmtilegast væri að læra þetta allt en það verður að bíða betri tíma. Svo er spurning um að sætta sig bara við yfirborðsþekkingu á mörgum sviðum og teljast þokkalega fjölhæf.
Sökum þess að að ég veit ekkert um framtíðina og fjárhaginn næstu mánuði hef ég dundað mér við að hrista fram sparnaðarhugmyndir. Sú skemmtilegasta er sennilega að baka brauð úr þurrgeri sem rann út í október 2005 (þá var greinilega sparað síðast) , mæli ekki með því en brauðið gæti vel nýst sem vopn ef út í það er farið. Ein sparnaðarleiðin var framkvæmd á laugardaginn, ég smurði eggjasamlokur og skellti kaffi og djús á brúsa og dreif gaurana með mér uppí Heiðmörk í ókeypis skemmtun. Eftir góðan göngutúr, eltingaleik við rjúpu og nestisát vorum við fyllt verkorku og næstu sparnaðarhugmyndir voru að fara vel með hlutina sem fjárfest var í í góðærinu, lofti var pumpað í slöngurnar á hjólinu og það þrifið, bíllinn þveginn að innan sem utan og einhverjir sex eða sjö boltar sem ég fann í garðinum skoppa nú allir eftir loftgjöf. Allt sem notað var í þessar aðgerðir var til á heimilinu og hefði ég líklega frekar notað uppþvottalög á bílinn en að eyða krónu á þessum yndislega degi.
Ég verð að viðurkenna að skipulagsfíkillinn og verkstjórinn í mér eru á nettu einkaflippi í þessu átaki og ásamt því að spara í mat og drykk hef ég dregið fram saumavélina og komist í gegnum uppsafnaðann fatabunkann sem þurfti viðgerðar, það er ekki eins og ég hafi ekki tíma...
Svo er tekinn vistvænn hjólreiðatúr í Bónus og ekkert keypt nema það standi á miðanum.
Kemst við af stolti við það eitt að kaupa þurrkaðann parmesan(kannski er það bara ostlíki ;o) á 82 kr. og baka súkkulaðikökur í tonnavís í stað þess að fara í bakarí í tíma og ótíma.
Ég rétt náði í rassinn á síðustu krepppu, líklega af því foreldrar mínir voru að byggja í kringum 1980 og þakka fyrir það nú að vita hvernig maður á að haga sér á svona stundum. Ekki man ég eftir að mamma keypti nokkurn tíma eitthvað sem fór í ruslið myglað og ég man bara ekki eftir einu einasta bruðli á uppvaxtarárunum. Mann skorti þó ekkert en þótti þó fyrirlestur pabba á hverjum páskum um að hann og hans systkyni hefðu aldrei fengið páskaegg (þau voru sjö) heldur hafi verið keypt súkkulaðistykki á línuna orðin svolítið þreyttur þegar maður var komin á unglingsárin og svei mér þá ef það var ekki bara til Camembert og rjómi í ísskápnum við minnsta tækifæri þá.
Merkilegt nokk að það eina sem ég sakna af því sem ég tók út af budgetinu er bjór og ég fæ mér aldrei bjór þegar hann er til. Alveg furðulegt, var að hugsa um að fá mér þá bara gin en það er alveg jafn fáránlegt og að sakna bjórs, kannski eitt púrtvínsstaup bjargi þessu? Nei... ætli ég baki ekki bara enn eina súkkulaðikökuna.
Nákvæm naflaskoðun fylgir þessu, vangaveltur um af hverju maður kláraði ekki skólann á sínum tíma, af hverju maður var ekki búin að leggja í sjóð til að geta drifið sig í skóla og þar fram eftir götunum. Ég hef sem betur fer náð þeim tilfinningaþroska að vita svörin við þessum spurningum og veit að einhvern daginn, daginn sem ég verð einhverju nær um hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór, á ég eftir að skella mér í skóla, ég er bara svo fjölþreifin. Í gær þegar ég hlustaði á Þorvald Gylfason í Silfrinu langaði mig í hagfræði, núna þegar ég skrifa langar mig í íslensku og í dag þegar ég gerði við við föt og hadklæði sem höfðu rifnað af furðulegum ástæðum langaði mig í klæðskerann til að geta galdrað fram fullkomlega sniðinn og vandaðann fatnað á örskotsstundu. Skemmtilegast væri að læra þetta allt en það verður að bíða betri tíma. Svo er spurning um að sætta sig bara við yfirborðsþekkingu á mörgum sviðum og teljast þokkalega fjölhæf.
Sökum þess að að ég veit ekkert um framtíðina og fjárhaginn næstu mánuði hef ég dundað mér við að hrista fram sparnaðarhugmyndir. Sú skemmtilegasta er sennilega að baka brauð úr þurrgeri sem rann út í október 2005 (þá var greinilega sparað síðast) , mæli ekki með því en brauðið gæti vel nýst sem vopn ef út í það er farið. Ein sparnaðarleiðin var framkvæmd á laugardaginn, ég smurði eggjasamlokur og skellti kaffi og djús á brúsa og dreif gaurana með mér uppí Heiðmörk í ókeypis skemmtun. Eftir góðan göngutúr, eltingaleik við rjúpu og nestisát vorum við fyllt verkorku og næstu sparnaðarhugmyndir voru að fara vel með hlutina sem fjárfest var í í góðærinu, lofti var pumpað í slöngurnar á hjólinu og það þrifið, bíllinn þveginn að innan sem utan og einhverjir sex eða sjö boltar sem ég fann í garðinum skoppa nú allir eftir loftgjöf. Allt sem notað var í þessar aðgerðir var til á heimilinu og hefði ég líklega frekar notað uppþvottalög á bílinn en að eyða krónu á þessum yndislega degi.
Ég verð að viðurkenna að skipulagsfíkillinn og verkstjórinn í mér eru á nettu einkaflippi í þessu átaki og ásamt því að spara í mat og drykk hef ég dregið fram saumavélina og komist í gegnum uppsafnaðann fatabunkann sem þurfti viðgerðar, það er ekki eins og ég hafi ekki tíma...
Svo er tekinn vistvænn hjólreiðatúr í Bónus og ekkert keypt nema það standi á miðanum.
Kemst við af stolti við það eitt að kaupa þurrkaðann parmesan(kannski er það bara ostlíki ;o) á 82 kr. og baka súkkulaðikökur í tonnavís í stað þess að fara í bakarí í tíma og ótíma.
Ég rétt náði í rassinn á síðustu krepppu, líklega af því foreldrar mínir voru að byggja í kringum 1980 og þakka fyrir það nú að vita hvernig maður á að haga sér á svona stundum. Ekki man ég eftir að mamma keypti nokkurn tíma eitthvað sem fór í ruslið myglað og ég man bara ekki eftir einu einasta bruðli á uppvaxtarárunum. Mann skorti þó ekkert en þótti þó fyrirlestur pabba á hverjum páskum um að hann og hans systkyni hefðu aldrei fengið páskaegg (þau voru sjö) heldur hafi verið keypt súkkulaðistykki á línuna orðin svolítið þreyttur þegar maður var komin á unglingsárin og svei mér þá ef það var ekki bara til Camembert og rjómi í ísskápnum við minnsta tækifæri þá.
Merkilegt nokk að það eina sem ég sakna af því sem ég tók út af budgetinu er bjór og ég fæ mér aldrei bjór þegar hann er til. Alveg furðulegt, var að hugsa um að fá mér þá bara gin en það er alveg jafn fáránlegt og að sakna bjórs, kannski eitt púrtvínsstaup bjargi þessu? Nei... ætli ég baki ekki bara enn eina súkkulaðikökuna.
fimmtudagur, 10. apríl 2008
Nú er ég ekki lengur...
... starfsmaður ljósvakamiðils svo ég get úttalað mig um hluti sem mættu betur fara í sjónvarpi, að mínu mati. Í þessari viku einni(og hún er ekki liðin) hafa þrjú tæknileg atriði farið alla leið inn í merg á mínum fínustu sjónvarpsbeinum og öll eru þau runnin undan rifjum míns gamla vinnustaðar Sjónvarpinu.
Það fyrsta er eiginlega verst því um var að ræða stórkostleg viðtal Evu Maríu við Víking Heiðar píanóleikara. Þar bar svo við að þátturinn hafði ekki verið nægilega vel yfirfarin, svartur skyndirammi á ekki að sjást í þætti á þessu kalíberi. Svo hefur hljóðmaðurinn ekki verið viðbúin því að Víkingur myndi tala við Evu á meðan hann spilaði á flygilinn og varð því hljóðvinnslan til þess að ekki heyrðust nokkrar setningar. Í þessu tilfelli skipti hljóðáferðin á flyglinum engu máli aðeins það sem Víkingur hafði að segja, ofsalega sárt að missa þráðinn í svona góðu og sjónvarpsvænu viðtali þar sem spurt er spurninganna sem við öll viljum vita svörin við. Mjög mannlegt, einlægt og vandað viðtal.
Stuttu síðar í Sjónvarpinu sama kvöld eftir Mannaveiðar(þær fá sér pistil við tækifæri) birtist trailer fyrir lokaþáttinn af Mannaveiðum með rifnu hljóði! Sárt og niðurlægjandi fyrir tæknilega vandaða þáttaröð. Sami trailer birtist á mánudagskvöld og þriðjudagskvöld, ennþá með rifnu hljóði. Alveg glatað að laga þetta ekki eftir fyrstu birtingu!
Á þriðjudagskvöldið var svo sýnt mjög áhugavert viðtal Boga Ágústsonar við leiklistarstjóra Danmarks Radio. Viðtalið var gott en hljóðið ónýtt, algjörlega ónýtt og myndskreytingarnar tóku mann svo í ofanálag alltaf útúr viðtalinu því þær voru ekki vel gerðar. Þátturinn ber þess merki að vera ódýr en það er ekki bjóðandi uppá á það að hann sé svo ódýr að Bogi fari einn til Danmerkur og fái einungis að ráða kamerumann sem hefur greinilega aldrei þurft að vinna svo ódýrt að hann þurfi að taka upp hljóð líka því það kunni hann greinilega ekki. Svona hljóðupptöku verður ekki bjargað í eftirvinnslu og af kreditlistanum að dæma var engin eftirvinnsla á þættinum. Þessi þáttur er mikilvægur fyrir Sjónvarpið. Viðtöl Boga við erlenda sérfræðinga eru vel unnin og eiga skilið meira fjármagn. Alveg væri ég til í að sleppa við eina bandaríska þáttaröð af skjánum til að betur væri farið með innlendu dagskrárgerðina.
Hana nú, koma svo og vanda sig!
Það fyrsta er eiginlega verst því um var að ræða stórkostleg viðtal Evu Maríu við Víking Heiðar píanóleikara. Þar bar svo við að þátturinn hafði ekki verið nægilega vel yfirfarin, svartur skyndirammi á ekki að sjást í þætti á þessu kalíberi. Svo hefur hljóðmaðurinn ekki verið viðbúin því að Víkingur myndi tala við Evu á meðan hann spilaði á flygilinn og varð því hljóðvinnslan til þess að ekki heyrðust nokkrar setningar. Í þessu tilfelli skipti hljóðáferðin á flyglinum engu máli aðeins það sem Víkingur hafði að segja, ofsalega sárt að missa þráðinn í svona góðu og sjónvarpsvænu viðtali þar sem spurt er spurninganna sem við öll viljum vita svörin við. Mjög mannlegt, einlægt og vandað viðtal.
Stuttu síðar í Sjónvarpinu sama kvöld eftir Mannaveiðar(þær fá sér pistil við tækifæri) birtist trailer fyrir lokaþáttinn af Mannaveiðum með rifnu hljóði! Sárt og niðurlægjandi fyrir tæknilega vandaða þáttaröð. Sami trailer birtist á mánudagskvöld og þriðjudagskvöld, ennþá með rifnu hljóði. Alveg glatað að laga þetta ekki eftir fyrstu birtingu!
Á þriðjudagskvöldið var svo sýnt mjög áhugavert viðtal Boga Ágústsonar við leiklistarstjóra Danmarks Radio. Viðtalið var gott en hljóðið ónýtt, algjörlega ónýtt og myndskreytingarnar tóku mann svo í ofanálag alltaf útúr viðtalinu því þær voru ekki vel gerðar. Þátturinn ber þess merki að vera ódýr en það er ekki bjóðandi uppá á það að hann sé svo ódýr að Bogi fari einn til Danmerkur og fái einungis að ráða kamerumann sem hefur greinilega aldrei þurft að vinna svo ódýrt að hann þurfi að taka upp hljóð líka því það kunni hann greinilega ekki. Svona hljóðupptöku verður ekki bjargað í eftirvinnslu og af kreditlistanum að dæma var engin eftirvinnsla á þættinum. Þessi þáttur er mikilvægur fyrir Sjónvarpið. Viðtöl Boga við erlenda sérfræðinga eru vel unnin og eiga skilið meira fjármagn. Alveg væri ég til í að sleppa við eina bandaríska þáttaröð af skjánum til að betur væri farið með innlendu dagskrárgerðina.
Hana nú, koma svo og vanda sig!
föstudagur, 21. mars 2008
Samkomustaðir
Ég var að vafra á vef Ljósmyndasafns Reykjavíkur í dag og lenti í tímagati, gleymdi mér í að skoða gamlar myndir úr miðborginni aðallega í leit að ljósmyndum af gamla Hótel Íslandi sem langafi minn átti og svo götunni sem ég bý við. Ekki fann ég mynd af gömlu götumyndinni en nokkrar af Hótel Íslandi, aðallega þó brunarústamyndir og kom þá í ljós að það ætti að vera til flokkur á ljósmynasafninu sem héti ,,Brunar í borginni", sérstaklega vinsælt myndefni. Á þessu vafri rakst ég einnig á helmikið af myndum af samkomum borgarbúa t.d. Jónsmessa haldin hátíðleg á Árbæjarsafni þar sem var dansað fram að sólsetri, miklar samkomur á Austurvelli, fjölmennar baráttugöngur niður Laugaveg og svo fjölsóttar sýningar af ýmsu tagi. Það var því kaldhæðnislegt að keyra fram á fornbílasýningu á bensínstöð stuttu síðar. Eina leiðin til að fá lýðin til að koma á sýningar er sem sagt að vera á stað þar sem fólk kemur af öðrum ástæðum en að sjá sýningargripina heldur kíkir við af því það vanhagar um eitthvað á bensínstöðinni. So sad.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)